Fréttir

Hæstiréttur dæmdi bætur manni sem kól á höndum og fótum við vinnu sína

19.3.2012

Málavextir voru þeir að starfsmaður, sem nýlega hafði verið ráðinn til starfa,  var að vinna við löndun á frosnum fiski úr frystitogara.  Frost í lest togarans var um 25-30°C. Við vinnu sína kól hann bæði á fingrum og fótum. Var atvinnurekandinn dæmdur bótaskyldur þar sem hann hafði ekki uppfyllt upplýsinga- og leiðbeiningarskyldu sína skv. 1. mgr. 14. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með því að upplýsa starfsmanninn um þær hættur sem vinna í miklum kulda getur haft í för með sér. Einnig var  atvinnurekandinn látinn bera hallann af því að starfið hafði ekki verið áhættumetið, þ.e.  atvinnurekandinn hafði ekki farið að fyrirmælum Vinnueftirlitsins um að gera skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað (áhættumat), en atvinnurekendum er skylt að gera slíka áætlun skv. 65. gr. laga nr. 46/1980. Með þessum dómi Hæstaréttar frá 15. mars s.l. var snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, en þar var atvinnurekandinn sýknaður.
Hægt er að nálgast dóminn hér.