Fréttir

Hádegisfyrirlestraröð á vegum Rannsóknastofu í Vinnuvernd

24.9.2009

Hádegisfyrirlestrar
Rannsóknastofu í vinnuvernd
Haust 2009

Fyrirlestrarnir eru haldnir í Háskóla Íslands í stofu 201 í Odda og standa frá  kl. 12:00 ? 13:00

25. september 
Tengsl vinnu og hjartasjúkdóma
Bolli Þórsson, læknir hjá Hjartavernd og sérfræðingur í innkirtlasjúkdómum
Fyrirlesturinn er haldinn í tilefni Alþjóðlega hjartadagsins sem að þessu sinni hefur yfirskriftina Vinnum með hjartanu.

9. október
Vinna og vinnuumhverfi sjúkraliða á Landspítala
Alda Ásgeirsdóttir, starfsmannahjúkrunarfræðingur hjá Landspítalanum og
handhafi stúdentaverðlauna Vinnuvistfræðifélags Íslands - Vinnís árið 2009 

23. október
Forvarnir vegna alheimsfaraldra
Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarnasviðs hjá Landlæknisembættinu
Fyrirlesturinn er haldinn í tilefni Evrópsku vinnuverndarvikunnar 2009 sem er að þessu sinni helguð áhættumati á vinnustöðum.

6. nóvember 
Úr veikindum í vinnu, samvinna um snemmbært inngrip
Ingibjörg Þórhallsdóttir, sérfræðingur hjá  VIRK - starfsendurhæfingarsjóði

20. nóvember
Líðan þeirra sem misst hafa vinnu í kjölfar efnahagsþrenginga
Helena Jónsdóttir, MS. nemi í sálfræði  og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor í félagsfræði og deildarforseti félags- og mannvísindadeilda HÍ

Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.

Rannsóknastofa í vinnuvernd er samstarfsverkefni Vinnueftirlitsins og Háskóla Íslands.