Fréttir

Greining atvinnusjúkdóma: Dæmi úr kúfiskvinnslu

9.12.2002

Starfsmenn Vinnueftirlitsins, þ.e. Kristinn Tómasson, Víðir Kristjánsson og Helgi Haraldsson eru meðhöfundar að grein sem birtist í 12. tbl. Læknablaðsins . Þar er rakin frásögn af rannsókn á atvinnutengdum einkennum sem komu fram hjá starfsfólki í kúfiskvinnslu á Þórshöfn og fjallað um mikilvægi þess að allir aðilar vinni markvisst að lausn vandans og þá ekki síst atvinnurekendur og starfsmenn.