Fréttir

Grein um lífshætti, heilsu og áreitni í vinnunni hjá flugfreyjum, kvenkyns kennurum og hjúkrunarfræðingum.

14.9.2006

Grein um lífshætti, áreitni í vinnunni og sjálfsmetna heilsu flugfreyja, kvenkyns kennara og hjúkrunarfræðinga á Íslandi birtist nýlega í bandaríska tímaritinu WORK. Höfundar greinarinnar eru Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, Herdís Sveinsdóttir, Jón Gunnar Bernburg, Hildur Friðriksdóttir og Kristinn Tómasson. 

 Í greininni kemur fram að flugfreyjur eru að meðaltali aðeins hærri en mun léttari en hinir hóparnir, þær verða oftar fyrir kynferðislegri áreitni en síður fyrir hótunum og ofbeldi en hjúkrunarfræðingar. Hærra hlutfall flugfreyja en hinna hópanna reykja, neyta áfengis að minnsta kosti einu sinni í viku, stunda reglulega líkamsrækt og sofa vel. Kennarar mátu heilsu sína slakari en bæði flugfreyjur og hjúkrunarfræðingar. Lesa meira...