Fréttir

Gott fordæmi um heilsueflingu hjá Actavis

30.11.2004

Eftifrarandi texti er skrifaður af Hörpu Böðvarsdóttur sem starfar á starfsmannasviði Actavis. Actavis á Íslandi er þátttakandi í verkefninu Landsnet um heilsueflingu á vinnustöðum en það verkefni er hýst hjá Vinnueftirlitinu.

Undirbúningur að heilsueflingu hjá Actavis á Íslandi hófst í janúar árið 2004 með því að gerða var viðhorfskönnun til heilsueflingar meðal starfsmanna.  Í könnuninni var m.a. spurt um hvort starfsfólkið hefði áhuga á að taka átt í heilsueflingu innan fyrirtækisins, hvort það hefði áhuga á að stunda hreyfingu með skipulögðum hópum og fá fræðslu um ýmis málefni tengd heilsueflingu?  Viðbrögð við könnunni voru mjög jákvæð og var starfið á árinu 2004 skipulagt út frá niðurstöðum könnunarinnar.  Ákveðið var að skapa vettvang fyrir starfsmenn til að stunda hreyfa saman sem og að auka fræðslu tengda heilsueflingu.  Íþróttanefnd var stofnuð innan fyrirtækisins og hennar hlutverk var að koma heilsueflingar prógramminu formlega af stað sem og að stofan ýmsa íþróttahópa innan fyrirtækisins. 

Heilsueflingin var formlega hafin í endaðan apríl.  Fengu starfsmenn afhenta heilsudagbók á formlegum upphafsfundi og á fundinum var einnig haldinn fyrirlestur um markmiðsetningu og kynntir voru íþróttahóparnir sem stofnaðir höfðu verið.  Búið var að stofan gönguhóp, hlaupahóp, tennishóp, golfhóp og fótboltahóp og hittust hóparnir einu sinni til tvisvar í viku.  Áætlað er að um fimmtíu til sextíu starfsmenn hafi síðast liðið sumar stundað hreyfingu saman í hverri viku í áðurnefndum hópum.  Til að ljúka skemmtilegu sumri tóku um hundrað starfsmenn sig til, með forystu íþróttanefndarinnar, og fóru í íþróttaferð til Möltu í byrjun október.  Keppt var við starfsmenn Actavis á Möltu í fótbolta, körfubolta og blaki.  Heppnaðist ferðin einstaklega vel og var hún góður lokapunktur á skemmtilegu íþróttasumri.

Þegar fór að haust var ákveðið að leggja meiri áherslu á fræðslu tengda heilsueflingu en áður.  Búið er m.a. að halda fræðsluerindi um einelti og kynferðislega áreitni, námskeið í skyndihjálp, námskeið í að hætta að reykja og fyrirlestur um samþættingu einkalífs og vinnu.  Einnig er sjúkraþjálfari byrjaður að hitta starfsmenn til að leiðbeina þeim varðandi líkamsbeitningu við vinnu.  Áætlað er á næstu mánuðum að halda erindi um streitustjórnun og matræði og næringu sem og að bjóða starfsmönnum upp á faglegt mat á líkamsástandi þeirra. 

Heilsueflingin hjá Actavis á Íslandi árið 2004 hefur gengið nokkuð vel.  Þó má  alltaf gera betur og því verður spennandi að sjá niðurstöður úr næstu viðhorfskönnun starfsmanna til heilsueflingar sem stefnt er að framkvæma fljótlega eftir áramótin 2005.

Ása G. Ásgeirsdóttir, verkefnisstjóri Landsnets um heilsueflingu á vinnustöðum. 
asa@ver.is