Fréttir

Fundur um vinnuslys til sjós og lands

28.4.2006

Mánudaginn 24. apríl sl. var haldinn fundur á Grand Hótel um vinnuslys. Fundurinn var haldinn í tilefni af útgáfu plakata um innhald sjúkrakassa fyrir vinnustaði, sem unnin eru í samvinnu Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Landspítala ? háskólasjúkrahúss og Vinnueftirlitsins.

Með fundinum var ætlað að vekja athygli á umfangi vinnuslysa til sjós og lands. Hilmar Snorrason skólastjóri Slysavarnarskóla sjómanna fjallaði um slys á sjó, Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins um vinnuslys í landi og Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Inpro um  áhættumat og slysaforvarnir.  Að lokum  hélt Jón Baldursson, yfirlæknir við slysa- og bráðasvið LSH,  fyrirlestur  sem nefndist sjúkrakassar á vinnustöðum: Innihald og notkun.  Hægt er að nálgast glærur fyrirlesaranna hér neðar á síðunni með því að smella á heiti fyrirlestranna.

Fundarstjóri var Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sviðstjóri hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg.  

Dagskrá fundarins var eftirfarandi:

8:30 Setning

8:40 Sjóslys:  Hilmar Snorrason skólastjóri Slysavarnarskóla sjómanna

9:00 Vinnuslys í landi: Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins

9:20 Áhættumat og slysaforvarnir:  Gestur Pétursson,   framkvæmdastjóri Inpro

9:40 Sjúkrakassar á vinnustöðum: Innihald og notkun. Jón Baldursson, yfirlæknir við slysa- og  bráðasvið LSH

10:00 Fundarslit