Fréttir

Gagnvirk áhættugreining fyrir lítil fyrirtæki á netinu (OiRA) frá EU-OSHA

3.10.2011

EU-OSHA hleypir af stokkunum verkefni sem markar þáttaskil í áhættugreiningu lítilla fyrirtækja í Evrópu.
Gagnvirka áhættugreiningin á Netinu (OiRA), sem var opinberlega hrundið af stokkunum á XIX. heimsþinginu um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum í Istanbúl, er fyrsta verkefnið á vettvangi ESB til að auðvelda áhættugreiningu á vinnustöðum. Þegar EU-OSHA hefur verið þróað mun þetta frumlega tól aðstoða 20 milljón smáfyrirtæki í Evrópu við að bæta öryggi og heilbrigði starfsmanna sinna með því að leggja mat á áhættu í gegnum vefhugbúnað sem er bæði auðveldur í notkun og gjaldfrjáls.
 
?Reynslan sýnir að rétt áhættugreining er lykillinn að heilbrigðum vinnustöðum,? útskýrir dr. Jukka Takala, framkvæmdastjóri EU-OSHA. ?Þó getur framkvæmd áhættugreiningar verið flókin, sérstaklega fyrir lítil fyrirtæki þar sem þau skortir fullnægjandi úrræði og þekkingu til að framkvæma hana á árangursríkan hátt. Ástæðurnar, sem fyrirtækin gefa fyrir því að framkvæma ekki athuganirnar, er skortur á sérfræðiþekkingu (41%), trúin á því að áhættugreining sé of dýr eða hún sé óþarflega tímafrek (38%). Með OiRA er EU-OSHA stolt af því að að bjóða gjaldfrjálst tól á Netinu til að sigrast á þessum hindrunum. OiRA leggur sitt af mörkunum við að útrýma eða takmarka þau 168 000 dauðsföll sem rekja má til vinnu, 7 milljón slys og 20 milljón árleg mál sem lúta að vinnutengdum sjúkdómum í hinum 27 ríkjum ESB,? segir dr. Takala.
 
Tilgangur þessa EU-OSHA verkefnis er að aðstoða smáfyrirtækin skref fyrir skref við að koma upp áhættugreiningarferli - þar sem byrjað er á greiningu og mati á hættum á vinnustaðnum, farið yfir ákvarðanatöku og forvarnarstarf, greiningu á fullnægjandi ráðstöfunum allt til áframhaldandi eftirlits og tilkynninga. Markmiðið er að draga úr álaginu á lítil fyrirtæki við að framkvæma og skrásetja áhættugreininguna svo hún verði gerð á auðveldan og skjótan hátt en þó af nákvæmni.
 
?EU-OSHA vinnur náið með yfirvöldum og aðilum vinnumarkaðarins á vettvangi ESB og innanlands við að gera OiRA tólið aðgengilegt,? heldur dr. Takala áfram. ?Á móti þróa þessir samstarfsaðilar þeirra eigin OiRa tól sem sniðin eru að þeirra geira og bjóða þau smáfyrirtækjum án gjalds.?
 
Samstarfið við lykilaðila vinnumarkaðarins hvetur einnig til viðfeðmrar notkunar tólsins hjá fyrirtækjum og leiðir til þróunar OiRA samfélags sem deilir með sér þekkingu og reynslu. Endanlega tólinu fylgir stuðningur og full leiðbeiningarþjónusta sem EU-OSHA veitir þróunaraðilum.
OiRA verkefnum hefur verið hrundið af stokkunum bæði á vettvangi ESB og aðildarríkjanna (Kýpur, Belgía, Frakkland eru í forsvari fyir tilraunaþróunina og dreifingarmódelið og að fjalla um geira eins og hárgreiðslu og flutninga).
 
Byggt á árangursríku birgðaáhættumatstóli& frá Hollandi, leggur OiRA tólið upp með að líkja eftir þeim árangri um alla Evrópu. Frá upphafi hollenska Nettólsins (www.rie.nl) hafa 1,6 milljón gestir heimsótt heimasíðuna. Þetta er tilkomumikil tala þar sem Holland er frekar lítið land með um það bil 800 000 fyrirtæki í heildina. Tólinu er hlaðið niður um 5 000 sinnum að meðaltali á mánuði.
 
Hér er tengill á heimasíðu OiRA verkefnisins: http://www.oiraproject.eu/about/
Tengilinn verður einnig að finna á heimasíðu Vinnueftirlitsins undir Ítarefni í flokkinum Áhættumat.