Fréttir

Frumkvæði og ábyrgð á vinnustað

31.5.2005

 

Ábyrgð stjórnenda og einstakra starfsmanna
Skv. vinnuverndarlögunum bera allir á hverjum vinnustað vissa ábyrgð á vinnuumhverfinu. Skyldur atvinnurekenda eru víðtækastar, þeir bera ábyrgð á vinnuumhverfi staðarins í heild. Verkstjórar bera ábyrgð á því sviði sem þeir hafa umsjón yfir. Skyldur starfsmanna afmarkast einkum af eigin vinnu og vinnubrögðum. Verkstjórar og starfsmenn eiga að bregðast við því sem aflaga fer og stuðla að úrbótum.

Öryggistrúnaðarmenn og öryggisverðir
Öryggistrúnaðarmenn og öryggisverðir á vinnustöðum eiga að fylgjast með því að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi sé í samræmi við lög og reglur. Hægt er að fá bæklinga hjá Vinnueftirlitinu um hlutverk og ábyrgð þessara aðila og hvernig þeir skulu kosnir.