Fréttir

Fréttatilkynning

30.1.2013

Vinnueftirlitið vekur athygli á því að umsækjendur um viðurkenningu sérfræðinga og þjónustuaðila á sviði öryggis og heilbrigðis á vinnustöðum geta nú nálgast umsóknareyðublað hér á síðunni. Umsóknir eru metnar á grundvelli reglugerðar nr. 730/2012. Þeir sem þegar hafa hlotið viðurkenningu er gert að endurnýja umsókn sína fyrir 29. ágúst 2013.
Vakin er athygli á því að samkvæmt reglugerðinni er Vinnueftirliti ríkisins þó einungis heimilt að viðurkenna einstakling sem sérfræðing hafi viðkomandi einstaklingur lokið námi eða námskeiði um gerð áætlana um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum sem Vinnueftirlitið viðurkennir á hverjum tíma. Vinnueftirlit ríkisins býður upp á námsskeið fyrir þá sem óska eftir viðurkenningu sem sérfræðingar. Næsta námskeið er haldið 18.-20. mars n.k. í Reykjavík.