Fréttir

Frestun á innleiðingu tilskipunar um rafsegulsvið

6.12.2007

Evrópubandalagið hefur ákveðið að framlengja um fjögur ár, frest til að innleiða tilskipun nr 2004/40/EC um rafsegulsvið á vinnustöðum. Fresturinn verður nú til 30. apríl 2012. Ástæðan er að ICNIRP, alþjóðaráð um ójónandi geislun, og WHO, alþjóða heilbrigðisstofnunin eru að endurskoða mörkin sem tilskipunin byggir á. Endurskoðunin byggir helst á vandkvæðum sem upp kunna að koma við innleiðingu tilskipunarinnar vegna notkunar ýmiss konar myndgreiningarbúnaðar á t.d. heilbrigðisstofnunum.

 Sjá frekari upplýsingar hér: http://europa.eu/rapid/pressReleasesAction.do?reference=IP/07/1610&format=PDF&aged=0&language=EN&guiLanguage="en