Fréttir

Fræðslufundur um heilsueflingu hjá ISAL 4. maí nk.

26.4.2005

Síðasti fræðslufundur vetrarins á vegum Landsnets um heilsueflingu á vinnustöðum verður haldinn hjá ISAL miðvikudaginn 4. maí nk. frá kl. 9:00 - 10:30. Fyrirtækið hefur um langt skeið haldið uppi víðtæku heilsueflingarstarfi fyrir starfsmenn sína og má þar m.a. telja næringarráðgjöf, tóbaksvarnanámskeið fyrir starfsfólk og fjölskyldur þeirra.

Hildur Atladóttir hefur umsjón með heilbrigðismálum hjá ISAL og mun hún flytja erindi sem hún kallar Fyrirbyggjandi viðhald - heilbrigðismál.

Vinsamlegast skráið mætingu á fundinn í netfangið asa@ver.is.