Fréttir

Fræðslufundur um heilsueflingu á vinnustöðum

5.11.2003

Fræðslufundur Landsnets um heilsueflingu á vinnustöðum verður haldinn  þriðjudaginn 11. nóv. nk. hjá Sjóvá Almennum, Kringlunni 5, jarðhæð.

Fundurinn hefst kl. 8.30 og stendur til kl. 10:00. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

Boðið verður upp á léttar veitingar í boði Sjóvá Almennra.

Á fundinum verða haldin eftirtalin erindi:

 Heilsuefling hjá Sjóvá - Almennum
Fyrirlesarar: Jóhanna Ingadóttir, fræðslustjóri og Auður Daníelsdóttir starfsmannastjóri

Geðvernd í vinnunni
Fyrirlesari: Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, Landlæknisembættinu

Upplýsingaefni á netinu um heilsueflingu á vinnustöðum
Fyrirlesari: Ása G. Ásgeirsdóttir, sérfræðingur í fræðsludeild Vinnueftirlitsins.