Fréttir

Fræðslufundur um gildi hreyfingar í og utan vinnu

22.11.2004

Fræðslufundur á vegum Landsnets um heilsueflingu á vinnustöðum verður haldinn næsta miðvikudag 24. nóv nk. hjá Actavis, Reykjavíkurvegi 76-78 í Hafnarfirði frá kl. 8.30 - 10.00.

Fyrirlesarar eru:

Harpa Böðvarsdóttir, sérfræðingur á starfsmannasviði Actavis. Hún mun fjalla um heilsueflingu hjá Actavis

Gígja Gunnarsdóttir, sviðsstjóri almenningsíþrótta- og umhverfissviðs ÍSÍ. Hún mun fjalla um mikilvægi hreyfingar - hvað vinnustaðir geti gert til að virkja starfsmenn til að hreyfa sig.

 
Að loknum fyrirlestrunum verða almennar umræður um málefnið

Fundarstjóri er Berglind Helgadóttir sjúkraþjálfari hjá Vinnueftirlitinu.