Fréttir

Fræðsluerindi og fyrirlestrar úti á vinnustöðum

6.10.2009

Fræðsludeild Vinnueftirlitsins býður uppá fræðslu úti á vinnustöðum fyrir starfsmenn og stjórnendur. Fræðsluerindin geta verið um ýmsa þætti vinnuverndar svo sem um líkamsbeitingu við vinnu, einelti á vinnustað, samskipti á vinnustað, gerð áhættumats starfa, efnanotkun o.fl. allt eftir óskum frá hverjum og einum.
Upplagt að halda fræðslufund fyrir starfsmenn t.d. í hádeginu eða að starfsdegi loknum.
Fræðsluerindið kostar kr. 25.000-
Þeir sem áhuga hafa sendi beiðni á inghildur@ver.is eða hafið samband í gegnum skiptiborð vinnueftirlitsins sími: 550 4600.