Fréttir

Fræðsluefni fyrir unglinga um vinnuvernd

14.11.2006

 
Vinnueftirlitið og Námsgagnastofnun hafa haft samvinnu um gerð fræðsluefnis fyrir unglinga í efstu bekkjum grunnskóla og í framhaldsskólum. Fræðsluefnið er á 30 power-point-glærum og fylgja því kennsluleiðbeiningar og tillögur að spurningum og verkefnum. Kennarar og aðrir notendur geta valið úr glærunum þá kafla sem henta hverju sinni. Námsefnið hefur verið sett á heimasíðu Námsgagnastofnunar.
Fræðsluefni þetta hentar að sjálfsögðu  afar vel fyrir atvinnurekendur og verkstjóra sem hafa ungt fólk í vinnu og vilja fræða það um heilbrigð og örugg vinnubrögð og starfsvenjur.