Fréttir

Frábært framtak!

16.3.2012

vorumidlun1

Eins og segir á heimasíðu Vörumiðlunar www.vorumidlun.is  ákvað fyrirtækið að allir bílstjórar fyrirtækisins yrðu með svokölluð ADR-réttindi, þ.e. réttindi til að flytja hættulegan farm á vegum á Íslandi og á evrópska efnhagssvæðinu. Haldin voru námskeið um flutning á hættulegum farmi sem stykkjavara og flutning á hættulegum farmi í tönkum. Námskeiðin sem urðu 3 talsins voru haldin í húsnæði Farskólans á Sauðárkróki. Vinnueftirlitið sá um kennsluna í fræðilega ADR-hlutanum, Vernharður Guðnason slökkviliðsstjóri annaðist kennslu um meðferð handslökkvitækja og hans menn um verklega kennslu í meðferð slökkvitækja og Karl Lúðvíksson frá Rauða krossinum sá um kennslu í skyndihjálp. Tveir á eigin vegum og einn frá Steypistöðinni á Sauðárkróki sátu einnig námskeiðin. Námskeiðunum lauk með prófi og fá bílstjórarnir útgefin ADR-skírteini sem gilda á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og víðar.

vorumidlun2