Fréttir

Forvarnir og viðbragðsáætlanir á vinnustöðum vegna inflúensufaraldra - hádegisfyrirlestur 23. október í Odda

22.10.2009

Næsti hádegisfyrirlestur á vegum Rannsóknastofu í vinnuvernd verður haldinn föstudaginn 23. október nk. í Háskóla Íslands Odda, stofu 201 kl. 12 - 13.

Fjallað verður um Forvarnir og viðbragðsáætlanir á vinnustöðum vegna inflúensufaraldra
Fyrirlesarar eru eftirfarandi:

Ása Atladóttir, verkefnastjóri sóttvarnarsviðs hjá Landlæknisembættinu og
Hildur Atladóttir, leiðtogi heilbrigðismála hjá Alcan

Fyrirlestrarnir eru haldnir í tilefni Evrópsku vinnuverndarvikunnar 2009 sem er að þessu sinni helguð áhættumati á vinnustöðum, sjá nánar á www.vinnueftirlit.is
Sem fyrr er aðgangur ókeypis og allir velkomnir

Með bestu kveðju,
Ása G. Ásgeirsdóttir
forstöðumaður Rannsóknastofu í vinnuvernd