Fréttir

Forvarnir í fyrirrúmi - ráðstefna VÍS og Vinnueftirlitsins

21.1.2011

 
Forvarnir í fyrirrúmi er heiti opinnar ráðstefnu VÍS og Vinnueftirlitsins 2011 sem haldin verður miðvikudaginn 2. febrúar nk. kl. 13.00 - 16.00 á 5. hæð í húsnæði VÍS að Ármúla 3. Fyrirlesarar koma víða að úr atvinnulífinu og verður m.a. fjallað um öryggismál sjómanna, eldvarnir fyrirtækja, öryggismál bænda, öryggismenningu og áhættumat í matvælaiðnaði. Fyrirlestur Vinnueftirlitsins á ráðstefnunni fjallar að þessu sinni um vinnu í lokuðu rými með áherslu á varnir gegn hættu við slíkar aðstæður.
Aðgangur er ókeypis á ráðstefnuna en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á heimasíðu VÍS á veffanginu www.vis.is.