Fréttir

Flestir svarenda hlynntir reykingabanninu

21.8.2007

Þann 1. júní 2007 tók gildi Reglugerð um takmarkanir á tóbaksreykingum  nr. 326/2007 þar sem tóbaksreykingar voru bannaðar með öllu á stöðum sem almenningur hefur aðgang að svo sem á veitinga-, gisti- og skemmtistöðum. 
     Í tilefni þess að bannið gekk í gildi var ákveðið að gera könnun meðal starfsfólks á veitinga-, gisti- og skemmtistöðum, spyrja um reykingavenjur á vinnustaðnum bæði hjá gestum og starfsfólki, líðan starfsfólks og viðhorf til reykingabannsins. Rannsóknin var gerð á vegum Rannsóknastofu í vinnuvernd með styrk frá Lýðheilsustöð.
     Það sem helst vekur athygli við skoðun niðurstaðna er að hærri hluti karla meðal svarenda reyktu daglega en karlar almennt ef borið er saman við upplýsingar frá IMG-Gallup frá 2005. Ámóta stór hluti kvennanna reykti og mælst hefur meðal íslenskra kvenna. Flestir svarenda unnu á stöðum þar sem reykingar voru ekki leyfðar og flestir voru hlynntir reykingabanninu. Takmörkuð svörun leiðir þó til þess að ekki er hægt að draga víðtækar ályktanir af niðurstöðunum.
Meira...