Fréttir

Fjórða evrópska ráðstefnan um heilsueflingu á vinnustöðum

31.7.2004

Ráðstefna var haldin á vegum Evrópska samstarfsnetsins um heilsueflingu á vinnustöðum í Dublin á Írlandi 14. og 15. júní 2004. Yfirskrift hennar var Myndun tengslaneta í Evrópu með áherslu á heilsueflingu á vinnustöðum (Networking workplace health in Europe). Ráðstefnan var haldin í Dublinarkastala í hjarta borgarinnar.

Fulltrúar Íslands á ráðstefnunni voru:

Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Landsvirkjunar
Guðfinna Stefánsdóttir, starfsmannahaldi Landsvirkjunar
Sigrún Viktorsdóttir, starfsmannastjóri VR
Guðrún Óladóttir, forstöðumaður Sjúkrasjóðs Eflingar
Svava Jónsdóttir, sérfræðingur í rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins
Ása G. Ásgeirsdóttir, sérfræðingur í fræðsludeild Vinnueftirlitsins

Ráðstefnan var skipulögð með 3 þemu í huga. Í fyrsta lagi stofnun Landsneta um heilsueflingu í hverju Evrópulandi fyrir sig (national infrastructures). Í öðru verkfæri (tools) til að koma á heilsueflingu á vinnustöðum og í þriðja lagi rökstuðningur - að sýna fram á árangur af heilsueflingu (business case). Fyrir hvert þema var skipulögð röð fyrirlestra með erindum sem allir ráðstefnugestir hlýddu á en síðan völdu þátttakendurnir úr 6 fyrirlestrarröðum og voru haldnir fjórir fyrirlestrar í hverri röð.

Margir áhugaverðir fyrirlestrar voru fluttir á ráðstefnunni og var markvert að fylgjast með ólíkum áherslum landanna í heilsueflingarmálum. Vakti það athygli ráðstefnugesta hve veikindafjarvistir til lengri eða skemmri tíma er orðið mikið vandamál í mörgum löndum Evrópu. Stærsti ávinningur af heilsueflingu á vinnustöðum er því ekki síst fólginn í því að lækka tíðni veikindafjarvista og því má segja að þó ekki náist árangur í öðru en því að minnka fjarveru frá vinnu, sé heilsuefling fjárhagslega hagkvæm fyrir alla - vinnuveitendur, starfsmenn og þjóðfélagið allt.

Í opnunarerindi sínu Að koma á lýðheilsu í Evrópu ? hlutverk heilsueflingar á vinnustöðum (Driving Public Health in Europe - the Role of Workplace Health promotion) vakti David Byrne, forstöðumaður stjórnardeildar Evrópusambandsins um heilsu og neytendavernd (European Commissioner for Health and Consumer Protection) athygli því að þar sem við eyðum mestum vökutíma okkar í vinnunni sé vinnustaðurinn kjörinn vettvangur heilsueflingar og að niðurstöður rannsókna sýndu að fjárfesting í heilsueflingu borgi sig, bæði hvað framleiðni og ánægju starfsfólks varðar. Stærsta áskorunin sé hins vegar fólgin í því að aðstoða fólk við að taka ábyrgð á eigin heilsu og taka stefnuna á að koma á heilbrigðum vinnustöðum í stað sjúkra.

Verkfæri

Mikil áhersla var lögð á ráðstefnunni á að kynna gerð og miðla upplýsingum um verkfæri (tools) til að koma á heilsueflingu á vinnustöðum. Ráðstefnugestir hlýddu á fyrirlestra þar sem kynnt voru ýmis dæmi og aðferðir frá ólíkum löndum sem henta vinnustöðum af mismunandi stærðum og gerðum.

Írinn Dr. Richard Wynne (Work Research Centre) fjallaði um ?Netið? og möguleika þess á að skapa tengsl milli manna, miðla upplýsingum og skiptist á reynslusögum og mismunandi aðferðum. Helstu áskoranirnar felast hins vegar í:

  • að vinnuaflið er að eldast
  • þeirri staðreynd að fólk hættir fyrr á vinnumarkaði vegna heilsubrests
  • aukinni tíðni atvinnusjúkdóma og atvinnutengdra sjúkdóma

Wynne benti á að nýjar aðferðir þurfi að koma til að efla heilsu vinnandi fólks og þar geti Netið nýst, bæði hvað hugmyndafræðina varðar og hvað aðgerðir áhrærir. Einnig sé ljóst að heilsuefling á vinnustað tengist almennu heilsufari, stefnu í þjóðfélagsmálum og vinnumarkaðinum almennt.

Ása G. Ásgeirsdóttir hélt erindi í fyrirlestrarröð þar áhersla var lögð á matsaðferðir. Þar kynnti hún samevrópska verkefnið ALSOI ? (Assesment of Lifestyle satisfaction in occupational integration). Unnið var að verkefninu í 4 löndum. Markmiðið var að mæla ánægja með lífsstíl einstaklinga með vitrænar hamlanir sem eru í atvinnu með stuðningi á vegum svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra á Íslandi eða sambærilegra erlendra stofnanna. Einnig var úbúin handbók um niðurstöðurnar.

Yfirskrift einnar fyrirlestrarraðar um verkfæri var Almennar leiðbeiningar (Covering All Stages-General Guidelines). Þar fjallaði m.a. Klaus Pelster frá Þýskalandi um aðferðafræði sem fyrirtæki hans starfar eftir. Fyrirtækið sem er heilbrigðisstofnun, með 25 sérfæðinga innanborðs, hefur veitt 400 fyrirtækjum ráðgjöf og aðstoð við að koma á heilsueflingu. Markmið þeirra er að gera vinnuumhverfið heilsusamlegt og tækið eða þróunarverkfærið (process elements) sem þeir nota er heilsuhringurinn. Áherslur módelsins geta verið mismunandi, þ.e. geta snúist um streitu, framleiðni og eða hæfni. Austurríkismenn hafa einnig komið á verkefnum sem byggja á hugmyndafræðinni um heilsuhringinn. Í fyrirlestrunum kom fram að mikilvægt sé að hlutaðeigandi geri sér grein fyrir að það kosti peninga að hefja slíkt verkefni þ.e. heilsuhringinn og ef menn séu ekki tilbúnar að borga sé spurning hvort fara eigi af stað. Betra sé byrja ekki með verkefni en vekja væntingar sem ekki sé hægt að standa við.

Hvers vegna á að koma á heilsueflingu

Í opnunarerindi sínu lagði Marc De Greef, forstöðumaður Prevent í Belgíu, áherslu á að áskoranirnar væru margar og margvíslegar. Þar sem stærsta fjárfesting margra vinnustaða væri í mannauðnum þyrftu þeir sem starfi að heilsueflingu að gera ávinninginn af heilsueflingu sýnilegan og vekja upp jákvæða umræðu til að geta sannfært aðra sem málið varðar, þar á meðal atvinnurekendur og opinbera aðila. Heilsuefling og þá sérstaklega slagorðið heilbrigt starfsfólk á heilbrigðum vinnustöðum sé stefna sem eigi vel saman við yfirskriftina heilbrigt fólk í heilbrigðu efnahagslífi. Ávinningur heilsueflingar á vinnustöðum sé sá sami bæði fyrir fyrirtækin og einstaklingana, þar eru sameiginlegir hagsmunir séu til staðar.

Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Landsvirkjunar kynnti heilsueflingarstarf hjá Landsvirkjun í fyrirlestrarröð opinberra fyrirtækja. Í máli sínu lagði hún áherslu á mikilvægi