Fréttir

Fjölmenn vinnuverndarráðstefna í tilefni vinnuverndarvikunnar 2012

23.10.2012

Erindi á ráðstefnunni
Róbert Ragnarsson bæjarstjóri í Grindavík fjallaði um sýn sveitafélagsins á vinnuvernd, Bergdís Eggertsdóttir verkefnastjóri hjá Strætó greindi frá því vinnuverndarstarf fyrirtækisins hefur skilað fjárhagslegum ávinningi, Guðmundur Oddgeirsson framkvæmdastjóri Hýsingar-vöruhótels sagði frá því hvernig vinnuvernd hefur verið höfð að leiðarljósi allt frá fyrstu hugmyndum um hönnun fyrirtækisins, Valgeir Sigurðsson framkvæmdastjóri Vinnuverndar greindi frá sjónarhorni þjónustuaðila í vinnuvernd og að lokum fjölluðu Ásta Snorradóttir sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu og Hjördís Sigursteinsdóttir sérfræðingur við Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri um líðan og heilsu starfsfólks sveitafélaga og fjármálafyrirtækja. Stefnt er að því að glærur allra fyrirlesara verði aðgengilegar á heimasíðunni á næstu dögum.
 
Viðurkenningar til fyrirmyndarfyrirtækja
Að erindum loknum veitti velferðarráðherra, Guðbjartur Hannesson, eftirfarandi fjórum fyrirtækjum viðurkenningar fyrir að vera til fyrirmyndar í vinnuverndarstarfi sínu og var þá sérstaklega horft til forystu stjórnenda og virkrar þátttöku starfsmanna í hinu kerfisbundna vinnuverndarstarfi.
 
  • Landsvirkjun, Fljótsdalsstöð ? 14 starfsmenn
  • Reykfiskur á Húsavík ? 25 starfsmenn
  • Þjóðminjasafn Íslands ? 55 starfsmenn
  • Mannvit, verkfræðistofa ? 400 starfsmenn
Evrópukeppni í vinnuvernd
Mannvit og Reykfiskur verða tilnefnd áfram fyrir hönd Íslands til að taka þátt í Evrópu-keppni - sem Ísland tekur nú þátt í fyrsta skipti - fyrir framúrskarandi starfshætti og er þá sérstaklega horft til forystu stjórnenda og virkrar þátttöku starfsmanna vinnuverndar­starfinu. Úrslit í keppninni munu liggja fyrir í apríl 2013 og verður greint frá þeim um leið og þau verða ljós.
 
img_0078
Fulltrúar þeirra fyrirtækja sem hlutu viðurkenningar ásamt velferðarráðherra og forstjóra Vinnueftirlitsins, f.v.Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra, fulltrúar Mannvits (2), fulltrúar Reykfisks (2), fulltrúar Fljótsdalsstöðvar (2), fulltrúar Þjóðminjasafns Íslands (3) ásamt Eyjólfi Sæmundssyni forstjóra Vinnueftirlitsins.