Fréttir

Evrópskt Asbestátak 2006

8.9.2006

Á síðari hluta ársins 2006 verður sérstakt eftirlits- og upplýsingasátak með asbesti á Evrópska efnahagssvæðinu.  

Markmiðið með átakinu er að vernda heilbrigði starfsfólks þar sem viðhald, niðurrif, brottflutningur eða förgun efna sem innihalda asbest fer fram. Markmiðið er einnig að fylgjast með að reglum um asbest sem gilda á svæðinu sé fylgt.

Framkvæmdin verður í höndum vinnueftirlitsstofnana í hverju ríki og mun Vinnueftirlitið á Íslandi annast átakið á Íslandi. 

Fræðslu- og upplýsingaátak

Í tilefni Asbestsátaksins hefur verið gefinn út fræðslu- og leiðbeiningabæklingur. Í  honum er meðal annars fjallað um:

  • hættur sem stafa af asbesti
  • skyldur atvinnurekenda
  • hvernig og hvenær asbest var notað
  • hvernig eigi að fjarlægja það

Eftirlitsmenn Vinnueftirlitsins munu í september til nóvember heimsækja vinnustaði þar sem unnið er með asbest eða líklegt er að starfsmenn vinnustaðanna geti þurft að vinna við asbest t.d. byggingarvinnustaði og m.a. afhenda þeim fræðslu- og upplýsingabæklinginn um asbest. 

Auk þess verður bæklingurinn verður sendur til byggingarfulltrúa, verkkaupa, verktaka, verkmenntaskóla og annarra sem líklegir eru til að þurfa að vinna við eða sjá um að fjarlægja asbest.

Verkefnisstjóri Asbestátaksins er Sigfús Sigurðsson