Fréttir

Evrópska vinnuverndarvikan 24. ? 28. október 2005

14.9.2005

Niður með hávaðann!

Er hávaði á þínum vinnustað? Ef svo er þá skiptir miklu máli að verjast honum til þess að útiloka m.a. heyrnartjón, eyrnasuð, slysahættu og streitu.

Evrópska vinnuverndarstofnunin í Bilbao á Spáni stendur árlega fyrir Evrópsku vinnuverndarvikunni. Að þessu sinni er kastljósinu beint að hávaða á vinnustöðum. Þetta er sameiginlegt átak 30 Evrópuþjóða. Vinnueftirlitið sér um framkvæmd verkefnisins hér á landi í vikunni 24. ? 28. október 2005.

Markmiðið með vinnuverndarvikunni er að vekja athygli á skaðlegum áhrifum hávaða á vinnustöðum í þeim tilgangi að gera vinnustaðina heilsusamlegri og öruggari. Um framkvæmd vikunnar er leitað eftir samráði við aðila vinnumarkaðarins, Vinnuvistfræðifélag Íslands o.fl..

Góð fordæmi

Leitað er eftir dæmum frá fyrirtækjum sem hafa náð góðum árangri í að draga úr eða koma í veg fyrir hávaða. Fyrirtæki og einstaklingar eru hvattir til að senda Vinnueftirlitinu upplýsingar um slík dæmi sem geta orðið öðrum til eftirbreytni.
Upplýsingarnar er hægt að senda á netfangið; vinnuverndarvikan@ver.is 

Dagskrá vinnuverndarvikunnar

Í vinnuverndarvikunni verður hrundið af stað upplýsingaátaki um hávaða og heyrnarvernd. Samhliða því munu eftirlitsmenn Vinnueftirlitsins heimsækja vinnustaði um allt land. Í þessum heimsóknum verða gerðar hávaðamælingar jafnframt verður athygli starfsmanna vinnustaðanna vakin á heilsuspillandi áhrifum hávaða og gildi forvarna.

Upplýsingasíða með fræðsluefni sem tengist málefni vikunnar verður sett upp á heimasíðu Vinnueftirlitsins. Upplýsingasíðan verður áfram aðgengileg og endurnýjuð reglulega með upplýsingum um hávaða og hávaðavarnir o.fl.

Í tilefni vikunnar verður haldinn morgunverðarfundur, þriðjudaginn 25. október, helgaður hávaða og heyrnarvernd. Þar verða flutt áhugaverð erindi og viðurkenningar veittar fyrirtækjum sem hafa náð góðum árangri í hávaðavörnum.

Niður með hávaðann!

vinnuverndarvikan@ver.is


Vinnueftirlit ríkisins
Bíldshöfða 16
110 Reykjavík
sími: 550 4600