Fréttir

Evrópska vinnuverndarvikan 2004

14.6.2005

Evrópska vinnuverndarstofnunin í Bilbao stendur árlega fyrir Evrópsku vinnuverndarvikunni. Þetta sameiginlega átak 31 Evrópuþjóðar er vikuna 18.-22. október. Vinnuverndarvikan hófst á Morgunverðarfundi  á Grand Hóteli. Þessa daga munu eftirlitsmenn Vinnueftirlitsins ásamt fulltrúum stéttafélaga heimsækja byggingarvinnustaði um land allt og dreifa veggspjaldi sem gefið er út af þessu tilefni.

Markmiðið með vinnuverndarvikunni er að vekja athygli manna á ákveðnum þáttum í vinnuumhverfinu í þeim tilgangi að gera vinnustaðina heilsusamlegri og öruggari. Vinnueftirlitið sér um framkvæmd verkefnisins hér á landi.

Að þessu sinni beinist kastljósið að byggingarstarfsemi. Er þetta í fyrsta skipti sem vinnuverndarvikan er tileinkuð sérstakri atvinnugrein þar sem starfsemin er skoðuð allt frá hönnunarstigi byggingar.