Fréttir

Er kerfisbundin skráning veikindafjarvista brot á meðferð viðkvæmra persónuupplýsinga eða sjálfsögð þjónusta við starfsmenn og stjórnendur?

13.2.2008

Persónuvernd á vinnustað:  Er kerfisbundin skráning veikindafjarvista brot á meðferð viðkvæmra persónuupplýsinga eða sjálfsögð þjónusta við starfsmenn og stjórnendur?

Ársfundur Rannsóknastofu í vinnuvernd, verður haldinn föstudaginn 15. febrúar kl. 15.00 ? 16.30 í Háskóla Íslands, Odda, stofu 101. Ársfundurinn er helgaður umræðunni um persónuvernd á vinnustöðum og skráningu heilsufarsupplýsinga í tengslum við veikindafjaravistir starfsmanna.

Dagskrá:

Verkefni og hlutverk Rannsóknastofu í vinnuvernd.
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, forstöðumaður og dósent í Háskóla Íslands.

Hvaða heimildir hefur atvinnurekandi til vinnslu persónuupplýsinga?
Bragi Rúnar Axelsson og Særún María Gunnarsdóttir, lögfræðingar hjá Persónuvernd.

Störf trúnaðarlæknis, fjarvistaskráningu og ráðgjöf til starfsmanna.
María Ólafsdóttir heimilislæknir og sviðsstjóri heilbrigðisþjónustu, Heilsuverndarstöðinni

Hvað gerir Lubna Baloch? Um kerfisbundnar skráningar persónuupplýsinga.
Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR

Umræður

Fundarstjóri: Sigurður Thorlacius stjórnarformaður RIV og dósent við læknadeild Háskóla Íslands

Að loknum ársfundi fundi verður boðið upp á léttar veitingar.

Um Rannsóknastofu í vinnuvernd:
Rannsóknastofa í vinnuvernd (RIV) var stofnuð árið 2004 sem samstarfsverkefni Vinnueftirlitsins og Háskóla Íslands. Rannsóknastofan er þverfagleg rannsókna- og fræðslustofa. Henni er ætlað að vera víðtækur vettvangur rannsókna á sviði vinnuumhverfismála og atvinnulífs. Markmið rannsóknastofunnar er jafnframt að miðla vísindalegri þekkingu um atvinnulíf og vinnuvernd og laða fræðimenn til starfa á þessu sviði. Rannsóknastofa í vinnuvernd hefur tekið þátt í ýmsum rannsóknarverkefnum og staðið fyrir vel sóttum hádegisfyrirlestrum annan hvern föstudag um málefni vinnuverndar og atvinnulífs.