Fréttir

Er gagn af starfsmannastefnum ríkisstofnana? - Hádegisfyrirlestur 3. október í Odda

30.9.2008

Fyrirlestur á vegum Rannsóknastofu í vinnuvernd

Er gagn af starfsmannastefnum ríkisstofnana? - Ómar H. Kristmundsson, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands

Æ fleiri fyrirtæki og stofnanir á Íslandi setja sér skriflega starfsmannastefnu. Fram að þessu hafa litlar upplýsingar verið fyrirliggjandi um hvernig staðið er að mótun og framkvæmd slíkrar stefnu - og um hugsanleg áhrif hennar.
Í rannsókn á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna sem fram fór 2006 og 2007 og um tíu þúsund starfsmenn tóku þátt, bæði stjórnendur og aðrir starfsmenn, var kannað hve margar ríkisstofnanir eru með skriflega starfsmannastefnu, hvernig hefði verið staðið að undirbúningi hennar og hvort og þá hvernig henni væri framfylgt. Í fyrirlestrinum verður farið yfir helstu niðurstöður og reynt að svara á grundvelli þeirra hvaða þættir það eru sem áhrif hafa á gagnsemi starfsmannastefna.
Fyrirlesturinn verður haldinn föstudaginn 3. október í Háskóla Íslands, Odda, stofu 101 kl. 12-13.

Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir
forstöðumaður/director
Rannsóknastofa í vinnuvernd
Research Centre for Occupational Health and Working Life Gimli, Háskóli Íslands, 101 Reykjavík, Iceland