Fréttir

Endurútgáfa samstarfssamnings Siglingastofnunar og Vinnueftirlitsins

2.7.2010

Uppfærsla og endurútgáfa samstarfssamnings Siglingastofnunar og Vinnueftirlitsins var gerð vegna viðbótarkafla í kjölfar slyss á farþega sem varð við flúðasiglingar í Jökulsá eystri í Skagafirði í ágúst 2009.
Að viðbótarkaflanum frátöldum eru ákvæði 1. útgáfu samningsins frá 30. apríl 2008 óbreytt, en samkvæmt samningnum eru vinnuvélar, s.s. gröfur, kranar og lyftarar, sem notaðar eru um borð í flotkvíum, dýpkunarprömmum og öðrum prömmum, háðar eftirliti Vinnueftirlitsins.  Einnig hefur Vinnueftirlitið eftirlit með vinnuvélum og tækjum um borð í prömmum og flotkvíum sem eru sama eðlis og vinnuvélar og tæki sem eru eftirlitsskyld hjá Vinnueftirlitinu samkvæmt gildandi lögum og reglum. Siglingastofnun annast skoðanir á þeim þáttum í flotkvíum og prömmum sem falla undir skipaskoðun, s.s. bolskoðun, búnaðarskoðun, vélskoðun, stöðugleikaskoðun og almennt það sem þarf með tilliti til haffæris, sbr. verklagsreglur Siglingastofnunar.

2. útgáfa, 2010, Samstarfssamnings Siglingastofnunar (SÍ) og Vinnueftirlitsins (VER), um verkaskiptingu eftirlits í flotkvíum, dýpkunarprömmum og öðrum prömmum.