Fréttir

Eftirlit og persónuvernd: hvar liggja mörkin?

9.3.2004

ELSA, félag evrópskra laganema, stendur fyrir málfundi í Norræna húsinu,
miðvikudaginn 10. mars klukkan 14.00, undir yfirskriftinni:
Eftirlit og persónuvernd: hvar liggja mörkin?

Á fundinum verður rætt vítt og breitt um mörk eftirlits og persónuverndar
í nútímasamfélagi og sérstaklega verður horft til eftirlits á vinnustöðum
og breytinga sem orðið hafa á sviði persónuverndar eftir 11. september
2001.

Fyrirlesarar á fundinum verða:

Dr. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, fagstjóri hjá Vinnueftirlitinu og lektor við H.Í.
Titill erindis: Rafrænt eftirlit á vinnustöðum. Umfang, birtingarform og viðhorf
starfsmanna.

Sigrún H. Kristjánsdóttir, lögfræðingur
Titill erindis: Lögfræðilegar hliðar rafræns eftirlits á vinnustöðum.

Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar
Titill erindis: Persónuvernd í eftirlitssamfélagi.

Þórður Sveinsson, lögfræðingur hjá Persónuvernd
Titill erindis: Þróun einkalífsverndar í kjölfar 11. september 2001.

Fundurinn hefst klukkan 14.00 eins og áður segir. ELSA hvetur alla til að
mæta.