Fréttir

Dánarmein iðnverkakvenna

16.2.2004

Grein um dánarmein iðnverkakvenna Mortality among female industrial workers in Iceland, birtist nýlega í  WORK: A Journal of Prevention, Assessment & Rehabilitation. Rannsóknin var gerð á rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins og áður hafði verið fjallað um niðurstöðurnar í Læknablaðinu 2002;88:195-201. Voveifleg dauðsföll voru tíðari meðal iðnverkakvenna en annarra en dánartíðnin var lægri en vænta mátti af flestum öðrum dánarorsökum. Niðurstöðurnar staðfestu ekki þá tilgátu að reykingatengdar dánarorsakir væru tíðari meðal iðnverkakvenna en annarra en þar eð fylgitíminn var aðeins 20 ár má vera að langtímaáhrif reykinga séu ekki enn komin fram í hópnum. Tíðni voveiflegra dauðsfalla krefst frekari athugunar og er til umhugsunar fyrir þá sem sinna heilsuvernd starfsmanna sérstaklega eða heilsugæslu yfirleitt.

Þeim, sem vilja kynna sér efnið frekar og lesa greinina í heild, er bent á:

Gunnarsdottir HK, Tomasson K. Mortality among female industrial workers in Iceland. Work 2004;22:63-8.