Fréttir

Byggt á öryggi - Nýr bæklingur

3.2.2009

Bæklingurinn Byggt á öryggi  kom nýlega út á vegum Vinnueftirlitsins og Rannsóknastofu í vinnuvernd. Í bæklingnum er fjallað um aðferðir til að fá fólk til að vinna með öryggið að leiðarljósi. Þótt byggt sé á reynslu af byggingu ganga undir Gautaborg eiga aðferðirnar við hvar sem er því að fyrst og fremst er lögð áhersla á stjórnunarhætti á vinnustöðum. Bæklingurinn var prentaður í takmarkaðu upplagi en hægt er að sækja hann á vef Vinnueftirlitsins .