Fréttir

Byggjum á öryggi - Evrópska Vinnuverndarvikan 2004

28.9.2004

Ýmis verkefni sem tengjast vinnuverndarvikunni

Að þessu sinni beinist kastljós Evrópsku vinnuverndarvikunnar að byggingarstarfsemi. Er þetta í fyrsta skipti sem vinnuverndarvikan er tileinkuð sérstakri atvinnugrein. Í hin fjögur skiptin, sem vinnuverndarvikan hefur verið haldin, hefur hún beinst að sérstökum vinnuverndarþáttum eins og bakverk, vinnuslysum, streitu ? og á síðasta ári varasömum efnum. Það er Evrópska vinnuverndarstofnunin í Bilbao sem stendur árlega fyrir Evrópsku vinnuverndarvikunni. Í ár er um er að ræða sameiginlegt átak 32 Evrópuþjóða sem verður vikuna 18.-22. október nk. Markmiðið með vinnuverndarvikunni er að vekja athygli manna á ákveðnum þáttum í vinnuumhverfinu í þeim tilgangi að gera vinnustaðina heilsusamlegri og öruggari. Vinnueftirlitið sér um framkvæmd verkefnisins hér á landi.
 
Opnun vinnuverndarvikunnar 30. apríl

Undirbúningur vinnuverndarvikunnar hófst 30. apríl með formlegri opnun hennar í Dublin á Írlandi. Allar þátttökuþjóðirnar hófu þennan dag undirbúning vinnuverndarvikunnar hver í sínu landi. Af þessu tilefni eru fyrirtæki í byggingariðnaði hvött til að beina sjónum sínum  að  bættu öryggi, hollustuháttum og aðbúnaði á vinnustöðum. Þennan dag sendi Vinnueftirlitið út fréttatilkynningu til fjölmiðla og opnaði sérstakan fréttadálk á heimasíðu sinni um Evrópsku vinnuverndarvikuna.

Veggspjald

Vinnueftirlitið hefur gefið út sérstakt veggspjald í tilefni vinnuverndarvikunnar með yfirskriftinni Byggjum á öryggi. Á veggspjaldinu er listi yfir 10 áhættuþætti sem eiga við á byggingarvinnustöðum. Í vinnuverndarvikunni munu eftirlitsmenn Vinnueftirlitsins og samstarfsaðilar um vinnuverndarvikuna heimsækja byggingarvinnustaði og afhenda veggspjaldið um leið og vakin er athygli á málefninu.

Samstarfsaðilar
Í sjálfri vinnuverndarvikunni 18.-22. okt. nk. verður sérstök dagskrá um öryggi og aðbúnað í byggingariðnaði. Vinnueftirlitið hefur boðið eftirfarandi félögum og samtökum að vera samstarfsaðilar Vinnueftirlitsins um framkvæmdina og hafa þessir aðilar lýst áhuga sínum á verkefninu. Þessir aðilar eru: Samtök iðnaðarins, Samiðn, Efling stéttarfélag, Starfsgreinasamband Íslands og Rafiðnaðarsamband Íslands. Samstarfsaðilarnir vinna nú að því að undirbúa vinnuverndarvikuna hér á landi.

Morgunverðarfundur 18. október

Vinnueftirlitið og samstarfsaðilar þess standa fyrir morgunverðarfundi um málefni Evrópsku vinnuverndarvikunnar þann 18. október. Á fundinum verður vinnuverndarvikan formlega sett og erindi flutt. Á fundinum verður einnig lögð áhersla á mikilvægi innra starfs á byggingarvinnustöðum. Þá er ætlunin að veita a.m.k. einum byggingarvinnustað viðurkenningu fyrir gott starf að öryggismálum.

Heimsóknir á byggingarvinnustaði í vinnuverndarvikunni

Í vinnuverndarvikunni verður Vinnueftirlitið með sérstakt átak í að heimsækja byggingarvinnustaði um allt land. Eftirlitsmenn munu afhenda veggspjaldið sem gefið hefur verið út í tilefni vinnuverndarvikunnar og ræða við stjórnendur og starfsmenn um markmið vinnuverndarvikunnar. Verkalýðsfélögin sem eru samstarfsaðilar Vinnueftirlitsins um framkvæmd vikunnar ásamt Samtökum iðnaðarins taka einnig þátt í dreifingu á veggspjaldinu og heimsóknum á byggingarvinnustaði.

Evrópskt eftirlitsátak gegn fallslysum í byggingariðnaði

Í tengslum við Evrópsku vinnuverndarvikuna hefur verið í gangi Evrópskt eftirlitsátak í byggingariðnaði. Alls taka 17 þjóðir þátt í átakinu þ.e.a.s. öll 15 aðildarríki Evrópusambandsins auk Íslands og Noregs sem eru aðilar að hinu Evrópska efnahagssvæði. Átakið er framkvæmt samtímis í öllum löndunum, en það beinist m.a. að því að fækka fallslysum í greininni. Vinnuslys eru tíð í byggingariðnaði og um 40% allra vinnuslysa í þessari atvinnugrein eru fallslys. Átakið hófst á árinu 2003 og er haldið áfram á þessu ári. Í átakinu hafa eftirlitsmenn Vinnueftirlitsins komið á byggingarvinnustaði víða um land og skoðað og metið aðstæður og búnað á 269 stöðum.

Í eftirlitsátakinu eru notaðir sérstakir spurningalistar og hefur sjónum m.a. verið beint að þremur meginspurningum varðandi heilbrigði og öryggi starfsmanna í byggingariðnaði:

  • Hefur verið gert nákvæmt yfirlit yfir fallhættu og hafa nauðsynlegar varúðarráðstafanir verið gerðar? 
  • Hafa réttar ákvarðanir verið teknar við skipulagningu vinnuaðstæðna og val á búnaði og fer notkun og viðhald fram á réttan hátt?
  • Er skyldum um samræmi varðandi heilbrigðis- og öryggisráðstafanir fylgt og er tekið mið af heilbrigðis- og öryggissjónarmiðum við val á verktökum og undirverktökum?

Vinnueftirlitið gaf út sérstakan bækling um átakið sem afhentur er stjórnendum og starfsmönnum á  byggingarvinnustöðunum um leið og þeir eru heimsóttir.

TR-mælirinn, tilraunaverkefni

Á árinu 2004 hefur verið í gangi tilraunaverkefni sem ætlað er að bæta frammistöðu í vinnuverndarmálum á byggingarvinnustöðum hér á landi. Verkefnið er samstarfsverkefni Vinnueftirlitsins, Samiðnar og Samtaka iðnaðarins og nefnist TR-mælirinn. TR-mælirinn varð til í Finnlandi árið 1992 og hefur verið þróaður og notaður þar í landi síðan.. Auk vísindamanna tóku byggingareftirlitsmenn, frá vinnueftirlitinu í Finnlandi, og öryggistrúnaðarmenn, margra byggingarfyrirtækja, þátt í að þróa aðferðina. 

Þær kannanir sem gerðar voru á vinnustöðum í Finnlandi sýndu að TR-mælirinn var auðveldur í notkun og skilaði góðum árangri. Með því að halda fundi á vinnustöðunum, framkvæma vikulegar athuganir og leggja fram niðurstöður mælinga var hægt að auka öryggið á vinnustöðunum verulega. Breytingin var greinileg og sást m.a. í bættum fallvörnum og góðri umgengni.

Eftirlitsmenn vinnueftirlitsins í Finnlandi hófu notkun TR-mælisins árið 1993. Árið 1997, þegar búið var að meta aðstæður á yfir 300 vinnustöðum, var samba