Fréttir

Breyttar aðstæður á vinnumarkaði - Hádegisfyrirlestur 3. apríl í Odda

31.3.2009

Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ mun fjalla um breyttar aðstæður á vinnumarkaði í fyrirlestri sínum á vegum Rannsóknastofu í vinnuvernd föstudaginn 3. apríl nk. Fjallað verður um samdráttinn á vinnumarkaði og aukið atvinnuleysi síðustu mánuði og hvað er framundan. Þá mun Halldór fjalla um almenn skilyrði þess að það takist að snúa þróuninni við og til hvaða brýnu aðgerðir þurfi að grípa til að verja störfin, skapa ný störf og treysta stöðu þeirra sem eru án atvinnu.
Fyrirlesturinn verður haldinn í Háskóla Íslands, Odda, stofu 201 kl. 12 - 13.


Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir
forstöðumaður/director
Rannsóknastofa í vinnuvernd
Research Centre for Occupational Health and Working Life Gimli, Háskóli Íslands, 101 Reykjavík, Iceland