Fréttir

Birna Mjöll fékk vinninginn

25.7.2007

Í tengslum við reykingabannið á veitinga-, gisti- og skemmtistöðum sem gekk í gildi 1. júní 2007 var sendur út spurningalisti á vegum Rannsóknastofu í vinnuvernd til að kanna reykingavenjur á þessum stöðum, afstöðu eigenda og starfsmanna til bannsins og líðan þeirra í vinnunni. Listinn var upphaflega sendur rafrænt til 230 staða. Með listanum var sent bréf í tölvupósti þar sem fólk var hvatt til að taka þátt. Tæknilegir erfiðleikar voru í útsendingu og er enginn vafi á að það hafði áhrif á svörun. Nokkuð var um að netföng væru röng og pósturinn komst í sumum tilfellum aldrei á áfangastað. Ætla má að um 200 listar hafi náð til viðtakenda. Um 130 manns tóku einhvern þátt í könnuninni en 81 svaraði öllum spurningunum. Efnt var til happdrættis í þessu sambandi og var vinningurinn ferð fyrir tvo til einhvers áfangastaðar Iceland Express í Evrópu. Birna Mjöll Atladóttir, hótelstýra í Breiðavík við Látrabjarg, varð hlutskörpust í happdrættinu og fær hún gjafabréf með hamingjuóskum og þakklæti fyrir þátttökuna.