Fréttir

Banni aflétt vegna vinnu á vinnuvélum í gljúfrinu við Kárahnjúka

30.4.2004

Vinnueftirlitið hefur að nýju heimilað vinnu á vinnuvélum við svokallaðan távegg í gljúfri við fremri Kárahnjúk þar sem banaslys varð í síðasta mánuði. Vélavinna er þar með heimiluð í öllu gljúfrinu en vinna við távegginn  var bönnuð í kjölfar dauðaslyssins. Búið er að gera ráðstafanir á grundvelli áhættumats til að tryggja sem best öryggi stjórnenda vinnuvéla við vélavinnu. Önnur vinna við távegg í gljúfrinu en vinna á vinnuvélum er enn óheimil.