Fréttir

Banaslys í stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar

27.6.2007

Banaslys varð að morgni mánudags 25/6 í stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal þegar portúgalskur starfsmaður féll nokkra metra niður á steingólf. Slysið átti sér stað þegar verið var að hífa stykki milli hæða í stöðvarhúsinu.

Vinnueftirlitið vinnur nú að rannsókn málsins. Hefur vinna við slíka verkþætti verið bönnuð þar til tryggt er að fullnægjandi áhættumat og öryggisráðstafanir við framkvæmd verksins liggi fyrir og hafi verið kynnt starfsmönnum. Jafnframt mun Vinnueftirlitið fara fram á að áhættumat og áætlun um forvarnir fyrir aðra verkþætti í stöðvarhúsinu verði endurskoðaðir í ljósi atburðarins.