Fréttir

Bæklingur Evrópsku vinnuverndarvikunnar 2010 er kominn út

27.8.2010

Hin árlega Evrópska vinnuverndarvika verður 25. - 29. október n.k. Af því tilefni er kominn út bæklingur undir heitinu Örugg viðhaldsvinna en það er yfirskrift vinnuverndarvikunnar að þessu sinni. Næsta ár, 2011, verður einnig helgað öruggri viðhaldsvinnu en síðustu tvö ár, 2008 og 2009 voru helguð áhættumati sem er einmitt forsenda öruggrar viðhaldsvinnu.
Bæklinginn er hægt að nálgast hjá skrifstofum Vinnueftirlitsins um land allt en einnig má nálgast hann á prenthæfu rafrænu formi hér.