Fréttir

Atvinnuþátttaka og líðan í vinnu hjá konum sem hafa greinst með brjósta- eða eitlakrabbamein

11.1.2007

 
Á þrettándu ráðstefnunni um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands var kynnt rannsóknin Atvinnuþátttaka og líðan í vinnu hjá konum sem hafa greinst með brjósta- eða eitlakrabbamein. Rannsóknin er hluti af norrænni rannsókn (Nordic Study of Cancer and Work, NOCWO). Atvinnuþátttakan var svipuð hjá konum, sem höfðu greinst með brjóstakrabbamein, og viðmiðunarhópnum en heldur minni hjá þeim sem greinst höfðu með eitlakrabbamein. Hjúskaparstaða, menntun, starf og aldur hafði marktæk áhrif á líðan í vinnu í mörgum tilfellum. Útdráttinn (V 57) má lesa á heimasíðu Læknablaðsins