Fréttir

Átaksverkefni í kynningu á áthættumati starfa á vinnustöðum

23.9.2009

Vinnueftirlitið hefur hafið átaksverkefni til að stuðla að auknu vinnuverndarstarfi á vinnustöðum.

Send hafa verið út 2700 kynningar- og hvatningarbréf til fyrirtækja á landinu öllu.

Bréf og bæklingar voru send til allra fyrirtækja sem hafa fleiri en 9 starfsmenn.

Markmið átaksins er þríþætt:

  • Að fjölga þeim fyrirtækjum sem byggja forvarnarstarf sitt á áhættumati og áætlun um forvarnir.
  • Að fjölga til muna þeim fyrirtækjum þar sem öryggistrúnaðarmenn og öryggisverðir starfa í samræmi við lög og reglur.
  • Að kynna Evrópsku vinnuverndarvikuna sem verður 19. ? 25. október, en yfirskrift hennar er ?áhættumat?.

Í framhaldinu leitar Vinnueftirlitið eftir samstarfi við samtök á vinnumarkaði með það fyrir augum að átakið skili sem allra bestum árangri út í atvinnulífið.

Hér má sjá bréfið sem sent var út í fyrirtækin.