Fréttir

Ársskýrsla Vinnueftirlitsins fyrir árið 2007

29.9.2008

Ársskýrsla Vinnueftirlitsins fyrir árið 2007 hefur verið sett á heimasíðuna.
Að þessu sinni kemur ársskýrslan einungis út í netútgáfu.
     Fjallað er um eftirlitsstarfið á árinu 2007, átaksverkefni, fræðslu- og upplýsingastarf og rannsóknir sem unnar hafa verið. Lesa má um atvinnusjúkdóma og vinnuslys á árinu 2007 og samanburður er við næstu tvö ár á undan.  Tölfræðilegar upplýsingar eru um hlutfall kvenna í vinnuslysum eftir landshlutum á síðustu 5 árum og um fjölda banaslysa (í vinnuslysum) allt frá árinu 1961. 
     Auk ofanritaðs eru hinar hefðbundnu upplýsingar um skipulag, fjármál og starfsmenn Vinnueftirlitsins á sínum stað en einnig er greint frá þróunarstarfi og stefnumótunarverkefnum, leyfisveitingum, innlendu og erlendu samstarfi o.fl.
Sjá Ársskýrslu