Fréttir

Apple fyrirtækinu hefur verið stefnt vegna hættu á heyrnarskaða

2.2.2006

Bandarískur kaupandi iPod hefur stefnt Apple fyrirtækinu vegna þess að hann telur að notkun iPod-tækisins geti skaðað heyrnina.

Í stefnunni sem lögð var fram í Kaliforníu segir að iPod tækin séu með grundvallar hönnunargalla og séu ekki með viðeigandi viðvörunarmerki. Ekki tilgreint hvort stefnandinn hefur hlotið heyrnarskaða af notkun tækisins.

Fram kemur í stefnunni að iPod tæki geti framkallað hávaða í eyra notanda sem er yfir 115 dB. Slíkur hávaði getur skaðað heyrnina ef notandi tækisins er útsettur fyrir honum lengur en í 28 sekúndur dag hvern. 

Stefnan byggir á því að seld sé vara sem er ekki örugg. Greitt sé fyrir vöru sem er gölluð og lögin eru skýr hvað það varðar að seljandi skuli lagfæra slíkt.

Apple fyrirtækið neyddist til að endurskoða hönnun iPod tækja sem seld eru í Frakklandi þegar í ljós kom að þau gátu framkallað hávaða sem var yfir frönskum mörkum hvað þetta varðar (100 dB).

Að sögn þá eru iPod tækin merkt með viðvörun um að þau geti skaðað heyrn varanlega ef þau eru notuð með háum styrk.

Apple fyrirtækið hefur selt 42 milljónir iPod tækja frá árinu 2001 og til dagsins í dag og á síðasta ársfjórðungi 2005 seldi Apple 14 milljón tæki.

(frétt af vef BBC)