Fréttir

Ályktun frá stjórn Vinnueftirlitsins

25.2.2008

Ályktun

Í tilefni af  mótmælum veitingamanna við banni við reykingum á veitingastöðum og brotum á þeim ákvæðum sem áttu sér stað helgina 1. og 2. febrúar sl. samþykkti stjórn Vinnueftirlitsins eftirfarandi ályktun á fundi sínum 18. febrúar 2008.

 Stjórn Vinnueftirlitsins skorar á Alþingi, önnur stjórnvöld og veitingamenn að standa vörð um rétt starfsmanna til að starfa í reyklausu vinnuumhverfi.