Fréttir

Almennt heilsufar íslenskra bænda

6.10.2009

Í októberhefti Læknablaðsins  er grein um Almennt heilsufar íslenskra bænda. Almennt er lítið vitað um heilsufar íslenskra bænda nú á dögum þó dánarmeinarannsóknir og krabbameinsrannsóknir hafi sýnt að þeir lifi heldur lengur og fái síður krabbamein. Slíkar rannsóknir segja oft meira um hvernig ástandið hefur verið en ástandið er nú. Í ljósi þess eru upplýsingar um þennan hóp starfandi manna verðmætar. Greinina má lesa á meðfylgjandi hlekk: http://www.laeknabladid.is/2009/10/nr/3608