Fréttir

Allir vinna! Ráðstefna á Grand Hótel þriðjudaginn 23. október nk.

18.10.2012

allir_vinna_ny_mynd
Yfirskrift Evrópsku vinnuverndarvikunnar árin 2012 og 2013 er Vinnuvernd ? allir vinna og er megináherslan lögð á sameiginlega ábyrgð stjórnenda og starfsmanna á vinnuvernd. Sérstök athygli er vakin á ráðstefnu í tilefni vikunnar á Grand Hótel 23. október nk. Þar munu sérfræðingar úr atvinnulífinu fjalla um ýmsa þætti vinnuverndar með áherslu á heilsufarslegan og fjárhagslegan hagnað allra af markvissu vinnuverndarstarfi með samvinnu stjórnenda og starfsmanna.