Fréttir

Akstur, öryggi og hvíldartími

27.7.2009

Vinnueftirlitið hefur nýlega sent dreifibréf varðandi akstur, öryggi og hvíldartíma til flutningafyrirtækja og annarra fyrirtækja þar sem akstur er hluti af daglegum störfum. Bréfið er sent í kjölfar skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa vegna banaslyss sem varð á Suðurlandsvegi í apríl 2008 þar sem pallbíll lenti í árekstri við sendibíl sem kom úr gangstæðri átt. Er það mat rannsóknarnefndarinnar að m.a. langur vinnudagur, lítill svefn, næturvinna og veikindi dagana á undan hafi átt sinn þátt í að ökumaður pallbílsins sofnaði undir stýri. Í bréfinu leggur Vinnueftirlitið m.a. áherslu á að atvinnurekandi geri áhættumat með tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna og skipuleggi vinnuna þannig að næg hvíld fáist. Sjá bréfið hér.