Fréttir

Áhrif efnahagskreppunnar á geðheilsu og sjálfsvíg

20.10.2009

Þann 14 og 15 október var yfirlækni Vinnueftirlitsins boðið á málþing í sænska þinginu um áhrif efnahagskreppunnar á geðheilsu og sjálfsvíg. Málþingið var haldið að frumkvæði sænska þingsins sem hluti af formennsku Svía í Evrópubandalaginu í samvinnu við alþjóða heilbrigðismálastofnunina. Málþingið var skipulagt af Danuta Wasserman sem er alþjóðlega viðurkenndur sérfræðingur í rannsóknum á orsökum sjálfsvíga. Mjög skýrt kom fram að áhrif kreppu og niðurskurðar á líðan og heilsu og þá sérlega geðheilsu starfsmanna fyrirtækja sem og á alla íbúa þjóða sem í lenda  geta verið umfangsmikil. Þetta er þó ekki náttúrulögmál og skiptir miklu að rétt sé haldið á spöðunum og heilbrigðis og velferðarkerfi, samfélags og fyrirtækja séu varinn með sem bestum hætti.
Skýrsla af fundinum fylgir hér með