Fréttir

Áhættumatsverkefninu lokið á norðausturlandi

17.11.2004

Nýlega voru samþykktar á Alþingi breytingar á vinnuverndarlögunum sem leggja þá skyldu á fyrirtæki að vinna áhættumat. Í því felst að fyrirtækin greina vandamál í vinnuumhverfi sínu, finna og velja lausnir, framkvæma úrbætur og meta hvort þær séu fullnægjandi. Þessa dagana eru fyrirtæki um allt land í áhættumatsvinnu og sum hver í samvinnu við aðra aðila eins og t.d. Vinnueftirlitið. Nokkur fyrirtæki á Norðurlandi hafa á undanförnum mánuðum unnið að áhættumati í samstarfi við Vinnueftirlitið, í svokölluðu áhættumatsverkefni.

Fyrirtækin eru:

Brim hf. á Akureyri

Frystihús Samherja á Dalvík

FSA, Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri

Heilbrigðisstofnun Þingeyinga

Kísiliðjan í Mývatnssveit

Slippstöðin á Akureyri

Fyrirtækin voru að taka þetta mismunandi tökum, taka frá einni deild og upp í að taka alla starfssemina til skoðunar auk þess sem mismunandi aðferðir voru notaðar. Að öðrum ólöstuðum þá var þetta að ganga einna best hjá Heilbrigðisstofnun Þingeyinga og Frystihúsi Samherja á Dalvík en almenn ánægja ríkti varðandi áhættumatsvinnuna hjá þeim fyrirtækjum og stofnunum sem þátt tóku. Var gagnssemin talin ótvíræð og spurning hvort þetta verkfæri, áhættumatið, sé það sem hingað til hefur vantað til að halda uppi kerfisbundnu innra starfi að vinnuverndarmálum í fyrirtækjum.

Með bestu þökkum fyrir samstarfið,

starfsfólk Vinnueftirlitsins á Akureyri.