Fréttir

Áhættumat vegna öskufalls frá Eyjafjallajökli

16.4.2010

Vegna öskufalls frá Eyjafjallajökli vill Vinnueftirlitið beina þeim tilmælum til fyrirtækja og stofnana að þau fari yfir öryggisþætti í starfsemi sinni. Tryggja skal öryggi og heilsu starfsmanna. Askan fer víða og því mikilvægt að atvinnurekendur og öryggisnefndir fari yfir áætlanir fyrirtækja og stofnana. Takmarka þarf eftir föngum að aska berist inn um glugga eða inntak loftræstikerfa fyrirtækja.Ef öskufall verður skal eingöngu sinna bráðaverkefnum utandyra. Leggja skal áherslu á að starfsmenn með lungna- eða öndunarfærasjúkdóma sinni ekki slíkum verkefnum.


Ef starfsmenn þurfa að vinna utandyra meðan á öskufalli stendur skulu þeir nota rykgrímur og hlífðargleraugu, einnig er æskilegt að starfsmenn séu í hlífðarfötum.
Þá er vakin athygli á ábendingum frá Almannavörnum og sóttvarnarlækni um áhrif gosösku á heilsu sem lesa má á heimasíðu Landlæknis.