Fréttir

Áhættumat starfa í tengslum við eldgos í Eyjafjallajökli

26.3.2010

Vegna eldgossins í Fimmvörðuhálsi vill Vinnueftirlitið undirstrika að starfsumhverfi þar er hættulegt, m.a. með tilliti til flóða, eiturefna, fljúgandi jarðefna auk fleiri þátta. Vinnueftirlitið telur brýnt að allar stofnanir og öll fyrirtæki sem koma nálægt hamförunum séu með viðeigandi áhættumat og viðbragðsáætlanir fyrir starfsmenn sína í samræmi við reglugerð nr. 920/2006.  

Vinnueftirlitið minnir á mikilvægi þess að allir starfsmenn þekki áhættumatið og viðbragðsáætlanirnar. Vinnueftirlitið minnir fyrirtæki á fylgjast með upplýsingum Almannavarna við gerð áhættumats og viðbragðsáætlana.