Fréttir

Áhættumat og heilsuefling

5.9.2006

 

Leikskólar Reykjavíkur fóru af stað með tilraunaverkefnið Heilsuefling í Leikskólum Reykjavíkur vorið 2000 í samstarfi við Vinnueftirlit ríkisins. Leikskólar Reykjavíkur sýndu þarna mikla framsýni í að bæta vinnuverndarstarf og þar með vinnuumhverfi hjá sér með kerfisbundnum hætti.  Í septemberhefti Læknablaðsins er sagt frá rannsókn á þessu verkefni sem heitir Heilsuefling í Leikskólum Reykjavíkur, áhættumat árið 2000. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta vinnuaðstöðu á leikskólum og leggja mat á samspil heilsu, líðanar og vinnuumhverfis starfsmanna á leikskólum í Reykjavík. 

Greinina í heild má nálgast á heimasíðu Læknablaðsins

 

http://www.laeknabladid.is/2006/09/nr/2515