Fréttir

ADR-réttindi til flutnings á hættulegum farmi

29.10.2012

FLUTNINGUR Á HÆTTULEGUM FARMI -  ADR-RÉTTINDI
Gilda m.a. á evrópska efnahagssvæðinu
 
Vinnueftirlitið mun halda eftirfarandi námskeið í Reykjavík ef næg þátttaka fæst fyrir þá er öðlast vilja réttindi til að flytja hættulegan farm á Íslandi og annars staðar á evrópska efnahagssvæðinu í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 1077/2010 um flutning á hættulegum farmi:
Flutningur á stykkjavöru (grunnnámskeið):  12.? 14. nóv. 2012  
Flutningur í/á tönkum:                                15.? 16. nóv. 2012  
Flutningur á sprengifimum farmi:                        17. nóv. 2012

Skilyrði fyrir þátttöku á námskeiðunum um flutning í/á tönkum og/eða á sprengifimum farmi er að viðkomandi hafi setið námskeið um flutning á stykkjavöru (grunnnámskeið) og staðist próf í lok þess. 

Skrá skal þátttöku og greiða námskeiðs- og skírteinisgjald í síðasta lagi miðvikudaginn 7. nóvember 2012. Verð: Flutningur á stykkjavöru kr. 53.200.-, flutningur á/í tönkum kr. 31.650,-, flutningur á sprengifimum farmi kr. 14.650.-, skírteinisgjald kr. 6.670.-.
Skráning er á slóðinni http://skraning.ver.is. Nánari upplýsingar hjá skrifstofu Vinnueftirlitsins, Bíldshöfða 16, Reykjavík, sími 550 4600.
 
adr44